Hestar og mótorhjól

NOKKRIR strákar hér í Vík í Mýrdal, sem hjóla á motocrosshjólum, eru mjög ósáttir við hestamenn. Ætla að taka það fram að ég hef sjálfur verið á hrossum frá árinu 2001-2005. Reiðskólinn í Vík í Mýrdal var haldinn nýlega. Það fór ekki fram hjá nokkrum manni hér á staðnum að hestamenn héldu að þeir ættu bara Vík þessa viku. Hestar fóru í gegnum þorpið í staðinn fyrir að fara bara hefðbundna reiðstíginn þeirra "varnargarðinn", svo er greinilegt að skemmdir hafa verið unnar á grínum á golfvellinum af völdum hrossa,

Að ég best veit þá var enginn látin vita að hross hefðu farið yfir grínin á golfvellinum, en ég held að það sé af því að hestamenn telji að þeir megi allt sem þeir vilja. Svo á nokkrum stöðum hérna í kringum þorpið og inni í því líka eru komin mjög ljót för í tún eftir hrossin. Ég skil bara ekki af hverju þeir halda að þeir megi allt. Skítur úr hrossunum er núna út um allar trissur, t.d. á gangstéttinni sem liggur meðfram þjóðvegi 1. Er þetta í lagi?

Allavega, nú snúum við okkur að "motocrossliðinu". Ég sjálfur hef verið á hjóli. Við virtum það að drepa á hjólum um leið og við sáum hross. Við virtum það að vera ekki að spæna upp tún og skíta á göturnar. Við virðum það að fara stystu leið út úr bænum því það er það eina sem við megum! Ef okkur dytti í hug að fara að keyra innanbæjar yrðum við kærðir á mínútunni sem við kveiktum á hjólinu. Og eru til mörg dæmi um að menn heyri bara hljóð í crosshjólunum og þeir hringja á lögregluna. (Stundum eru menn ekki með eina ástæðu til að hringja, Jú þeir heyra hljóð.) Ég sjálfur er orðinn mjög svo þreyttur á yfirgangssemi hestamanna. Þeir mega allt og við ekki neitt. Ég veit það að hjólin eru skráð torfærutæki. Þau megi keyra inni í braut en ekki neins staðar annars staðar. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru læti og verða alltaf læti í kringum motocrosshjól. En það er kostur við þau. Við getum keyrt þau án þess að það fari strá úr grasi, sem er eitthvað annað en hross. Hross eru á bilinu 200-400 kíló, og þau munu spæna eða gera djúpar holur í jörðina. Og veit ég líka að hross hafa gert mun meiri varanlegan skaða en mótorhjól í utanvegaakstri uppi á hálendi. En þetta er staðreynd. Þú getur keyrt mótorhjól án þess að spæna en getur ekki setið hest án þess að valda eyðileggingu. Og ætla ég að vona að einhverjir motocrossmenn og hestamenn lesi þetta og hugsi sinn gang.

P.s.: Ég veit að það eru til menn í mótorsportinu sem haga sér eins og fífl, og fólk á hrossum sem notar einungis reiðvegi. En það eru mun fleiri dæmi um að hross eyðileggi en crosshjól, En af því að motocrosshjól er hávært er því haldið í umræðunni en ekki hrossum.

.

Kjartan Steinar Jónsson


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð færsla. Er sammála þér í öllum meginatriðum. Hef verið á hest og á núna motorcrosshjól og þetta er einnig mín reynsla af hesta og motorcross fólki. Tek það fram að ég þekki mikið af hestafólki sem er laust við allan yfirgang og hroka en það er samt sem áður of algengt að hestafólk haldi að það sé eitt í heiminum.

Boggi (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott grein há þér.

Orð í tíma töluð.

Þetta fólk sem er á hestum er búið að fá alveg hreint ótrúlega fyrirgreiðslu í gegnum árin.

Ef lagt yrði saman allt sem búið er að leggja af stígum sem í sumum tilfellum eru upplýstir, undirgöng, uppbyggingu á reiðhöllum, uppkaup á hestasvæðum við byggðir, kaup á góðum landbúnaðarjörðum fyrir sportið m.m. þá er verið að tala um ótrúlegar upphæðir sem ein grein fær umfram aðrar íþróttagreinar.

Svo er hrokinn og dónaskapurinn alveg ótrúlegur hjá þessu fólki. Sleppi því að fara að tína til þær sögur hér.

Gott væri að fara að huga betur að náttúruvernd á viðkvæmum svæðum eins og inni í Landmannalaugum. En þar má sjá víða 10-20 cm djúp spor í viðkvæmum svæðum. En hestamenn fá að reka óáreittir heilu hestastóði á undan sér í gegnum viðkvæm svæði.

Kjartan

p.s. ég tek fram að ég er ekki neinn sérstakur unnandi mótorcross sportsins heldur :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.7.2007 kl. 09:08

3 identicon

Í fyrsta lagi, takk fyrir að skrifa á íslensku, sá seinasti sem ég las blogg texta eftir hætti sennilega í 8 ára bekk að taka eftir.

Í öðru lagi þá er þetta allt saman rétt hjá þér.  Hestamenn hanga í þeim gömlu hefðum að það megi fara um allt á þessu verðandi saltketi.  Það eru nú samt, sennilega, borgarhestamennirnir sem haga sér mest svona.  Alvöru hestafólk veit hvar heppilegast er að vera með hross.

Að sama skapi eru það sennilega borgarhjólamenn sem koma óorðinu á hjólin með því að fara leiðir sem ekki er ætlast til.  Alvöru hjólamenn leggja sig fram um að vera í sátt við sem flesta.

Ég kem af hestafólki, hef verið mikið á hjólum og hef tekið þátt í rekstri golfvallar undanfarin ár þannig að ég þekki allt sem þú nefnir.

Borgarhestamenn = Reykvíkingar sem eiga hesta, ekki aldir upp við þetta.

Borgarhjólamenn = Reykvíkingar sem eiga crosshjól, ekki aldir upp við þetta.

Arni (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 13:53

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Frábær grein hjá þér auk þess sem ég get tekið undir flestar af þeim athugasemdum sem hér hafa komið fram.

'Afram á þessari braut.  Þú ert góður!

Sveinn Ingi Lýðsson, 1.8.2007 kl. 14:25

5 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Gott hjá þér, þú segir það sem margir hugsa. Ímyndið ykkur bara ef það væri ekki búið að eyða öllum þessum milljörðum í hestamenn og þeir væru aðstöðulausir eins og við hjólafólkið.  Það yrði heldur betur kvartað yfir helv.. grasmótorunum sem þvældust fyrir annarri umferð án þess að virða nokkrar umferðareglur, ljóslausir í myrkrinu og valdandi stór slysahættu í umferðinni.

Þetta - og margt annað verra - er nefnilega sagt um okkur hjólafólkið og samt er enginn skilningur á því að við þurfum aðstöðu til að æfa og keppa, bæði motocross og malbikskappakstur.  Þá eru ekki verið að spá í að það eru notaðir milljarða í uppbyggingu á allskyns sport og íþróttaaðstöðu. Nei - við erum afskrifaðir sem ökufantar, ofvaxnir krakkar eða frekjuhundar.

Svo er það mjög einkennilegt að það virðist vera að hestar hér séu yfirleitt illa tamdir.  Þessar truntur eru flestar svo taugaveiklaðar að þær þola ekki að heyra í vélknúnu ökutæki nálgast án þess að fríka út og hlaupa til fjalla.  Það væri þokkalegt ef lögregluhrossin í London væru svona vel tamin.

Það er gaman að sjá að það eru fleiri en ég sem eru sammála þér.

Ólafur Jóhannsson, 2.8.2007 kl. 13:47

6 identicon

Það er nú svo skrýtið að ég var að hugsa nákvæmlega þetta í liðinni viku, er búinn að vera á ferðalagi um hálendið og út um allt eru komnir stígar í gróður utan vega eftir hross, þeir reka hrossin yfir allt og út um allt stystu leið og reyndar stundum að þá eru hrossin rekin og fara þá sína leið en það er engin afsökun vegna þess að ef svo er að þá ætti að skylda hestamenn að teyma hrossin, það er ekki í lagi að mismuna hópum svona, tala alltaf um utanvega akstur hjá mótorhjólamönnum og jeppamönnum og menn eru kærðir hægri vinstri, þyrla landhelgisgæslunnar notuð til að stöðva menn og kæra á hálendinu þar sem menn keyra merkta slóða en hestamenn fá að fara sínar leiðir óáreittir (nota bene öll mál sem höfðað hafa verið á hendur jeppamönnum og mótorhjólamönnum vegna utanvegaaksturs hafa fallið lögreglunni í óhag). Sjálfur á ég ekki hjól og kem sennilega aldrei til með að eiga en ég á jeppa og fell þar með í hóp sem talað er um á svipaðann máta og hjólamenn, í mörg ár átti ég hross og fór í hestaferðir um hálendið og annað og því veit ég líka algjörlega hvað ég tala um með þá hluti, en ég reyni ekki með þessu að réttlæta utanvegaakstur jeppamanna eða hjólamanna eða notkun hjólamanna á hjólunum sínum innanbæjar, það er bannað og það ber að virða en það verða ALLIR að vera undir sama hatti með þessi mál en svo virðist ekki vera.

 p.s.  Ölvunarakstur er með öllu óleyfilegur... að sitja hross ölvaður er alveg jafn ólöglegt. Hvenær fer þyrla landhelgisgæslunnar að lenda og stöðva menn í hestaferðum til að athuga vínandann í þeim ???

Axel Sig... (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 20:20

7 identicon

Þetta er klárlega mál sem þarf að fara að vekja svolítið meiri athygli á... það sem ég hef heldur aldrei skilið, er hvers vegna hestamenn finna þörf til þess að reka heilu hrossastóðin um viðkvæm svæði eins og t.d. inn í Þórsmörk, og oftar en ekki fara þeir þá leið sem þeim hentar hverju sinni og skilja allt eftir útsparkað! Ekki dreg ég alla bílana á heimilinu á eftir mér þegar ég skrepp upp á hálendið...já það er ekki nema von að maður spyrji sig!

Kristinn Magnússon (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 01:19

8 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Fyrir cirka 2 vikum síðan var forsíða Moggans notuð í áróðursstríðinu gegn okkur hjóla mönnum með að sýna mynd af hjólaförum í vikri og á sama tíma var hesturinn lofaður hástert. Fyrir þá sem ekki vita þá hverfa svoleiðis för mjög fljótt.

Fyrir viku síðan fór ég leiðina inn að Krakatindum og þar eru för eftir hesta stóð, sjá hér: http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5572. Ég tók ekki þessar myndir og virðast þær vera gamlar því förin eru orðin margfalt greinilegri núna, sem sagt eitt stóð alla vegana til viðbótar búið að fara þarna yfir síðan myndirnar voru teknar.

Þarna eru utanvegaförin í viðkvæmum mosagróðri og þau verða þarna á næsta ári, eftir 10 ár og enn lengur. En þetta eru náttúrulega hestaför og þar af leiðandi í lagi...............

Dóri #511

FLÓTTAMAÐURINN, 4.8.2007 kl. 12:11

9 Smámynd: gógó

Þetta er alveg rétt hjá þér og myndirnar sem Dóri Bjöss hér á undan mér bendir á sýna bara hvernig hesta menn ganga um landið: eins og þeir eigi það einir.

Ég á nú ekki motorcrosshjól en ég er á götuskráðu fjórhjóli sem ég keyri oft á um göturnar heima. Hestamenn ríða oft hér innan bæjar og mér er sýnt illt auga ef ég keyri fram hjá þeim á hjólinu þó svo að ég sé í fullum rétti en þeir ekki.

Ég skrifaði sjálf færslu fyrir þó nokkru síðan sem þú gætir haft gaman af því að lesa: http://www.gaga.blog.is/blog/gaga/entry/49400/

Ég vil líka benda á að á annað hundrað milljónir eru lagðar í reiðvegi landsins áhverju  ári en hvað fær hjólafólk mikinn pening til umráða? ég efast um að það sé mikið.

gógó, 4.8.2007 kl. 15:24

10 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ég hef verið á 100% löglegu og götuskráðu torfæruhjóli á malbikuðum vegi og fengið öskur frá hestafóli um að "pilla" mér af veginum. Hvernig getur maður borið virðingu fyrir þeirra sporti þegar framkoman er svona?

Hjólafólk fær ekki 1% af þessari tölu þó svo að ríkissjóður fái hundruði miljóna á hverju ári í sinn kassa frá mótorhjólanotkun.

FLÓTTAMAÐURINN, 4.8.2007 kl. 18:47

11 identicon

Ég ætla nú ekki að verja það að hestafólk eyðileggi viðkvæman gróður á hálendinu en mig langar að taka aðeins annan pól í hæðina hér.

Í fyrsta lagi er rétt að fyrirgreiðsla við hestamenn er mun meiri en mótorhjólamenn en það má ekki gleyma því að þeir sem stunda hestamennsku eru margfalt fleiri en hinir og mun lengri hefð er fyrir ástundun hestamennsku. Sú aðstaða sem er nú til staðar fyrir hestamenn var ekki gerð á einum degi og hvet ég því hjólamenn til að beina kröftum sínum að því að berjast fyrir bættum aðbúnaði eins og hestamenn hafa þurft að gera í stað þess að öfundast út í þá.

Í öðru lagi þá upplifi ég sem hestakona að mótorhjólamenn séu óforskammaðir frekjuhundar sem hika ekki við að hjóla reiðstíga með tilheyrandi hættu fyrir hestafólk. Ég veit hins vegar að það er til fullt af mótorhjólafólki sem fer að settum reglum en þessir svörtu sauðir standa upp úr alveg eins og þeir hestamenn sem koma fram af  hroka og frekju sem er mikill minnihluti.

Hestar eru ekki allir taugaveiklaðar bykkjur en þeir eru lifandi skepnur og hljóðin úr krossurunum eru nú ekkert venjuleg vélarhljóð. Unghross í tamningu geta því verið mjög viðkvæm fyrir þessum hljóðum og svo er ég alltaf alveg á nálum út af börnunum mínum sem eru góðir reiðmenn en ráða kannski ekki við hest sem hleypur stjórnlaust út í buskann eftir að hafa mætt krossara á ferð.

Lykilatriðið í þessu öllu saman er að reyna að sýna tillitsemi í báðar áttir og mótorhjólamenn verða að láta reiðstígana eiga sig eins og við hestamenn eigum ekki að ríða götur bæja ef annað er í boði.

Dísa (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 11:19

12 Smámynd: svarta

Var á einkavegi (félaga míns) hér rétt fyrir utan höfuðborgina á hestbaki nýlega. Alls staðar í kring eru merkingar um að akstur vélhjóla sé bannaður. Tveir kaunar riðu mig uppi á mótorkrosshjólum sínum með þeim afleiðingum að bæði ég og hross voru hætt komin. Þegar ég ætlaði í góðu að benda þeim á að þetta væri einkavegur var ég kölluð hóra og eitthvað annað jafn yndislegt.

Í kringum Rauðvatnið ríða piltar gjarnan á þessum mótorkrosshjólum (þrátt fyrir að það sé bannað) og drepa langoftast á þeim þegar hestamenn koma. Það er skárra ... en samt ekki nógu gott. Það er heldur ekki gott þegar hestamenn fara ríðandi gangstíga og golfvelli.

svarta, 6.8.2007 kl. 19:09

13 identicon

Þetta er vel skrifuð og góð grein hjá þér.

Ég er sjálf hestakona og kannast við margt af því sem þú segir frá, hins vegar vil ég taka fram að í öllu sporti eru nokkrir svartir sauðir sem eyðileggja fyrir hópnum, það á við í hestamennsku alveg eins og í motorcrossi. Ég hef sjálf upplifað það að mæta hjóli á fullri ferð á hestastíg, þar sem greinilega var merkt að ekki mætti hjóla en ég hef líka margsinnis mætt hjólum á vegum sem bæði hestamönnum og hjólafólki er leyfilegt að vera á, þar sem hjólamenn sýndu mikla tillitsemi og drápu á hjólunum um leið og þeir sáu hestana,í slíkum tilfellum hef ég lagt mig fram um að sýna viðkomandi þakklæti. Ég vil taka það fram að það er ekki tamningum að kenna ef hestar hræðast hjól (sem lýsir fávisku ritara hér að framan), hestar eru í eðli sínu flóttadýr, fulltaminn og góður hestur getur hræðst og lagt á flótta þegar hann mætir motorcross hjóli með tilheyrandi látum, sem skapar gríðarlega hættu.

Að sjálfsögðu eiga hestamenn að sýna náttúrunni virðingu eins og aðrir. Gagnkvæm virðing er það sem gildir. Ég skil vel gremju hjólamanna yfir aðstöðuleysinu en held að það að rakka hestamenn niður og öfunda bæti ekki neitt.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 22:05

14 identicon

Fyrirætlanir hestafólks hafa brugðist.  Mótorhjólum verður ekki bolað af landinu.  Hjólin eru komin með skráningarnúmer (eins og bifreiðar) og keyra vegina (eins og bifreiðar) sem hestafólk vill eigna sér.  Ef hestar hræðast umferð þá eru þau ekki hæf til að vera innan um umferð.

Af hverju stofnar hestafólkið (sem skrifar hér að ofan) börnum sínum vísvitandi í hættu, með því að senda þau á hestum út í umferðina, þegar það í skrifum sínum viðurkennir vitneskju sína um að hestar fælast umferð ?

Ég hef átt "viðkvæma" hesta sem hræðast bæði hljóð og líka íslenskt grjót sem liggur alveg kyrrt á vegum og í vegarköntum.  Mér dytti aldrei í hug að fara á slíkum hestum í umferð, ALDREI.

Ég er sjálfur bæði hestamaður, fjallgöngumaður, skíðamaður, veiðimaður, endúróhjólamaður, og svo er ég líka karlmaður

Pétur (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 16:13

15 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Hestamaður sagði mér einu sinni að hesturinn væri aldrei stressaðari heldur en eigandinn/reiðmaðurinn, sem vekur upp spurningar.

Nú hef ég kynnst vel hestum í Rúmeníu og þeim er svo slétt sama þó svo að ég hafi brunað fram hjá þeim á háværu tvígengis torfæruhjóli. Er þessi taugaveiklun í íslenska hestinum eins dæmi eða hvað???

FLÓTTAMAÐURINN, 8.8.2007 kl. 01:47

16 identicon

Ég veit ekki til þess að fyrirætlanir hestafólks séu að bola mótorhjólum af landinu??  En til að leiðrétta misskilning þá held ég að fæstir hestar hræðist venjulega bílaumferð en þeir eru margir skíthræddir við hvell hljóðin í krossara. Ég persónulega fer bara fram á að krossararnir séu á sínum svæðum en við hestafólk fáum að hafa reiðstígana í friði. Er það til of mikils mælst?

Dísa (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 16:28

17 identicon

Vilborg Smáradóttir umsjónarmaður reiðskólans í Vík 2007 skrifar:

 

Sæll kjartan minn.

 

  Ég varð nú bara alveg bit við það að lesa þesa grein frá þér, mér finnst hún ekki alveg vera í takt við raunveruleikann og langar því aðeins að svara fyrir mig.

  Í fyrsta lagi er ég ekki þekkt af mörgum fyrir það að vera yfirgangssöm en er kannski bara föst á mínu, eins og til dæmis með það að mér finnst að torfæruhjól ættu ekki að vera á reiðleiðum eins og svo oft virðist gerast, bæði hérna í Vík s.s á varnargarðinum og t.d. við Rauðavatn þar sem ég reið út nokkra vetra. Við Rauðavatn mætti ég oft hjólum þrátt fyrir að á reiðstígunum séu greinilega skilti sem meina umferð torfærutækja, það má auðvitað segja að ég mætti stundum mótorhjólamönnum sem snarstoppuðu þegar þeir sáum mig og drápu á hjólunum og þeim er ég afar þakklát því staðreyndin er sú eins og hér hefur verið bent á að hross eru hrædd við þessi kvellu hjóð. Það kemur alls ekki tamningu við heldur frekar persónu hvers hests fyrir sig og þá hvernig hann bregst við svona framandi árásargjörnu hljóði, ég held að fólk sem ekki er í hestamennskunni ætti að hafa vit á að koma ekki með misgáfulegar athugasemdir um tamningu eða meðhöndlun hrossa þar sem augljóslega vantar uppá kunnáttu þess á því sviði. Það er auðvitað svo að með hross fara misjafnar manneskju eins og t.d kom í ljós í Kompás hér í vetur en ég er ekki að fara inn á þá umræðu hér. Við Rauðavatn mætti ég líka mórohljólum sem brunuðu fram hjá mér á svífandi hraða með tilheyrandi látum svo mér var mikil hætta búin við, þar með ætti ég að stimpla alla mótorhjólamenn fáráða eða hvað?! Þú veist eins vel og ég að það eru svartir sauðir innan um og saman við og ég reyni að líta á ykkur mótorhjólamenn sem góðan hóp í góðu sporti en gremst auðvitað ef þið farið inn á afmarkaðar brautir svo og þið megið gera gagnvart hestamönnum sem brjóta af sér.

 

  Varðandi reiðskólann í ár þá stóð hann yfir í 9 daga þar sem við fórum 6 reiðtúra á dag og í öllum tilfellum eftir þeim hefðbundnu reiðleiðum sem hér eru í nágreninu, fyrir utan það að síðasta túr elsta hópsins fórum við í gegnum þorpið, sem tók u.þ.b. 7 mínútur og er sú leið sem við verðum í annan tíma að fara til að koma hrossum frá og að hesthúsinu, utan og út í sveitir. Ég veit fyrir víst að við skildum ekki eftir okkur neinn úrgang í það skiptið en verði ég fyrir því hef ég farið og tekið upp eftir mig rétt eins og hundaeigendur gera og gera ekki, auðvitað getur mér hafa yfirsést eitthvert skiptið en ég er reyndar heldur ekki eina hestamanneskjan á svæðinu! Daginn fyrir og daginn eftir reiðskólann var svo auðvitað farið með hrossin í gegnum þorpið stystu leið rétt eins og ykkur mótorhjólamönnum ber að gera. Þetta hefur óneitanlega óþægindi í för með sér fyrir ýmsa og einnig mig sem greinilega þá virðist “eiga Vík”. Reiðstígarnir margumræddu sem ykkur mótorhjólafólk svíður hvað sárast eru svo líka í flestum tilfellum við þjóðveg 1 og þar með erum við hestamenn komnir í umferðina, hvort sem okkur líkar betur eða verr, þegar við þurfum að flytja okkur milli staða. Oft kemur fyrir að við þurfum að ríða vegarkanta sem litið er hornauga og auðvitað mér finnst það ekki ákjósanlegt en bið fólk um að virða það við okkur sem flest reynum þó að forðast umferðina, svörtu sauðirnir leynast í öllum hópum og það svíður sárt þegar heildin er látin gjalda fyrir það rétt eins og mórhjólamenn ættu að kannast við.

 

   Þá var það þetta með golfvöllinn, ég ber fulla virðingu fyrir því starfi og þeirri glæsilegu uppbyggingu sem á vellinum hefur átt sér stað að undanförnu, enda er það ekki út af engu sem þessi völlur er talinn með þeim bestu úti á landi. Reiðskólinn hefur verið sakaður um að hafa riðið út á völlinn og er greinilegt að það er í umræðunni, ég var alla reiðtúrana sem þarna voru farnir framhjá og alltaf pössuðum við uppá  að fara ekki þar inná, reiðvegurinn er staðsettur nánast í gegnum völlinn en er breiður á þeim kafla svo það er allajafna ekki erfitt að passa upp á að fara ekki inn á hann. Þessar ásakanir á reiðskólann eru því rangar, ég get auðvitað ekki svarið fyrir að aðrir hestamenn hafi farið þarna um og hvað þá síður stjórnað þeirra gjörðum. Ég hef ekki sjálf séð þessa eyðileggingu þrátt fyrir að hafa farið um svæðið en þegar ég ræddi þetta við Pálma umsjónarmann vallarins þá sagði hann að engar skemmdir væru á “greenum” svo þarna ertu nú farinn að krydda er það ekki?

 

  Mér hefði fundist hreinlegast Kjartan minn að þú hefir haft samband við mig um þetta mál þar sem svo fast er að skotið. Ég hef sjálf ekki kvartað yfir ykkur mótorhjólamönnum þó kannski ég hafi blótað í hljóði þegar ég hef heyrt ykkur í námunda við reiðleiðir, ég vil koma á framfæri þökkum til Þorvaldar Bjarnar fyrir kurteisi í minn garð þegar hann mætti mér eitt skiptið en að örðu leyti hef ég ekki verið mikið vör við ykkur.

  Á Klaustri eru 3 stk mótorhjólabrautir afhverju herjið þið ekki á hreppinn hér að útvega ykkur land undir braut frekar en að vera að öfundast út í það hvernig við hestamenn höfum komið okkar ár fyrir borð því þannig finnst mér þetta allt lykta, en það getum við jú rætt þegar ég heyri í þér.

 Með kveðju Vilborg  

Vilborg Smáradóttir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 18:52

18 identicon

Ég má til með að leggja orð í belg hér. Ég er sammála þessu sem hún Vilborg sagði. Það eru svartir sauðir í öllum íþróttum alveg sama hvort þær heita hestamennska, mótorhjól eða eitthvað annað. Hins vegar Kjartan finnst mér þetta nú algjör óþarfi að vera með svoa skítkast hér inni þegar þú ferð svo ekki einu sinni með rétt orð. Varðandi golfvöllinn. Þá hefur það verið í umræðunni að reiðskólinn hafi skemmt eitthvað þar. Það er ekki rétt eins og Vilborg sagði. En það má vel vera að einhverjir aðrir hafi farið þar um. En ég segi eins og Vilborg. Nú skuluð þið mótorhjólamenn herja á sveitastjórn og fá land til að æfa ykkur. Því þið eruð íþróttamenn rétt eins og hinir íþróttamennirnir og þið ættuð að eiga rétt á að fá ykkar æfingarsvæði. Þið getið meira að segja bent á það að það er ný uppgerður íþróttavöllur, nýlegur reiðvöllur í Vík og því skilduð þið ekki fá ykkar braut....

Petra Kristín Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 00:12

19 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér kæri greinahöfundur en það má samt ekki gleyma því að mjög margir cross-strákar virðast annað hvort ekki bera virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut eða einfaldlega ekki vera með neitt í toppstykkinu. Ég hef átt nokkrar andvökunætur af völdum þessara greyja sem keyra þessar druslur sínar inni í miðju íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu! Ég hef oft verið nálægt því að hlaupa út á nærbuxunum og tækla greyjin af hjólinu sínu en hef náð að hafa stjórn á mér því ég get mér til að þessi bjánaskapur komi til af hugsunarleysi og heimsku en ekki sökum vanvirðingar. En ég bið ykkur innilega að bera virðingu og ef þið ætlið að keyra hjólin innanbæjar að kvöldi eða jafnvel nóttu til, fáið ykkur ALVÖRU mótorhjól og keyrið á löglegum hraða inn í íbúðarhverfum! Tillitssemi, svo að ekki þurfi að koma til ennþá meiri leiðinda...

Árni Freyr (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 16:17

20 identicon

Takk fyrir góða færslu. Ég vildi bæta við athugasemd vegna þess sem að Vilborg segir um torfæruhjól á reiðstigum. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð hestafólk ríða eftir torfæruleiðum, og í öllum tilvikum er ætlast til þess að við stoppum á OKKAR slóð til að fæla ekki hestana. Það er svona yfirgangur og frekja sem ég held að upprunalega færslan er að vísa til (ef ekki, þá biðst ég afsökunar á rangtúlkun). Þessi hroki í hestafólki er út úr kortinu, eins og sagt er. Þeir æða um allar sveitir og búa sjálfir til sínar leiðir og ákveða þar með að þetta sé hestaslóð! Ef við á hjólum gerðum þetta þá held ég að eitthvað yrði sagt.

En annars, fín færsla hjá þér Kjartan. Þú ert efnilegur.

ex354@hotmail.com (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 08:46

21 identicon

Sæll Árni,

Ég hef búið í mörgum hverfum Reykjavíkur og man ekki eftir einu einasta tilviki sem motocross hjól keyrði um hverfið sem ég bjó í.  Í hvaða hverfi býrð þú ?  Þú segir "mjög margir", já ég skil, kanntu bara að telja upp á fimm.  Hvað kallar þú "cross-stráka" ?  Þekkir þú í sundur motocross- og enduro-hjól ?  Þú veist að ef þú átt við svefn-vandamál að stríða, þá eru til mjög færir lyflæknar og geðlæknar á Íslandi, sem þú gætir leitað til.  Og ef þú sækist eftir að striplast á nærbuxum á almanna færi, þá hafa geðlæknar hjálpað mörgum sem þjást af strípi-hneigð og þeir gætu jafnvel hjálpað þér.

Með von um bata.

Pétur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 09:16

22 identicon

Frábær grein hjá þér Kjartan.

Þessi mismunun á milli íþrótta/útisvistarsports(hesta og hjóla) er alveg stórfurðuleg, vissulega hafa hestar langa hefð en það gefur þeim samt engan rétt til að vaða yfir allt og alla, það gefur ekki leyfi til að fara beint af augum ef það hentar knapanum.

Hestamenn verða að koma því í hausinn á sér að að gilda reglur og lög á Íslandi og þau gilda líka um hestamenn.

Ég var staddur við Eyfirðingaleið um dagin og það var heilmikil umferð um hana, bæi jeppar og hjól, svo sé ég í fjarska rykský nálgast hægt og það fylgdi engum vegi, þegar það kom svo nær þá sá ég að þetta voru hestar, þ.e.a.s. 3 knapar og 10 hestar og það hefði mátt nota reglustiku eftir landakortinu til að setja inn leiðina þeirra, þetta er bara típísk hegðun hjá hestamönnum á ferð þeirra um landið.

Aldrei er gert neitt í þessu þó svo að það séu mýmörg dæmi um varanlegt tjón á gróðri og landskemmdir, allt varið með hefðinni.

Hvenar ætli stjórnvöld hætti nú að snúa hausnum í aðra átt þegar talað er um hesta(nema þegar vantar hundruðir milljóna í reiðhallir og vegi) og fari að taka á málunum á sanngjarnan hátt.

Frábært að þessi grein hjá þér Kjartan komist í Sunnlenska fréttablaðið.

Ég ek um á löglegu endurohjóli með allan rétt til að aka alla vegi á íslandi, ég greiði fyrir þá með mínum gjöldum og sköttum.

Go on ræding!!

Dóri Sveins (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 02:44

23 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Þú verður að passa þig nafni, allt svona tal hjá okkur er að mati hestamanna öfund. Við megum sem sagt ekki segja frá því óréttlæti sem ríkir í þessum málum.

Við verðum bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti að þeir megi skemma landið en hjólamenn ekki. Ekki það að ég sé hlyntur því að nokkur maður fái að skemma það!

FLÓTTAMAÐURINN, 11.8.2007 kl. 14:00

24 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ég kann því frekar illa að vera sakaður um fávisku þó ég hafi sagt að hross hér séu illa tamin ef þau þoli ekki að heyra vélarhljóð án þess að ærast. Ég hef reyndar dulítið vit á því sem ég er að tala um. Það er nefnilega svo að þetta virðist vera sér íslenskt vandamál hjá tamningamönnum.  T.d. þegar ég bjó úti í Noregi þá voru 2 nágrannar mínir, annarsvegar Noregsmeistari í kerruveðhlaupum og hinn var Noregsmeistari í Speedway mótorhjólakappakstri. Þeir voru þarna hlið við hlið, annar að viðra hrossin og hinn að þenja hljóðkútslaust tvígengishjólið og hafði hvorugur áhyggjur af hinum. Og hrossin voru svo pollróleg að það hefði mátt ætla að þau væru heyrnarlaus.  Einnig hef ég heyrt um hjólafólkfólk hér á landi,  sem hefur einnig verið í hestamennsku. Það fólk fór oft í sameiginlega hrossa og enduro ferð og það var ekkert mál Það var einfaldlega búið að venja hrossin við það að þessi hljóð séu í umhverfinu og það þau hafi ekkert að óttast. Ég benti líka á í fyrri athugasemd minni að það væri lítið gagn í lögregluhrossunum í London ef þessi taugaveiklun væri ekki tamin úr þeim.  Í Þýskalandi er algengt að hestafólk noti viðhaldsvegi sem liggja meðfram járnbrautarteinum sem reiðleiðir. Það er ekki hægt að segja að það séu hljóðlátir stígar.

Hvernig væri að tamningamenn færu að fikra sig aðeins inn í 21. öldina.  Hestamenn eru ekki einir í heiminum, það eru alskyns vélknúin ökutæki sem hafa rétt til að ferðast um flestalla stíga og slóða sem hestamenn nota og það þurfa hrossin að geta þolað án þess að tryllast. Hross sem þolir ekki að mæta endurohjóli er best geymt í tunnu.

Ólafur Jóhannsson, 12.8.2007 kl. 01:14

25 identicon

Kæri Pétur Gunnarsson. Það er algjör óþarfi hjá þér að gera lítið úr athugasemdum Árna þó svo að þú hafir aldrei orðið var við hávaða frá þessum hjólum. Ég bý hér í hverfi 110 sem er Árbær og Selás og horfi á það oft og iðulega þegar eigendur þessara hjóla aka niður Elliðaárdalinn og uppí í Breiðholt eftir að hafa komið akandi eftir reiðvegum ofan frá Rauðavatni. Einnig hef ég horft upp á suma af þessum hjólaguttum nota keppnisreiðvöllinn fyrir neðan félagsheimili Fáks sem leikvöll. Þú flokkast kannski undir þennan hóp og finnst það í góðu lagi þegar valtað er yfir allt og alla ??? Í það minnsta sýnir þú það með skrifum þínum.

Virðingafylst,

thi (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 12:09

26 identicon

Sæl/ll thi (sem getur ekki komið fram undir nafni),

Nei alls ekki bendla mér við hestapakkið (sem vill valta yfir allt og alla).  Ég er nefninlega hestamaður með sjálfsvirðingu, og tilheyri því ekki hestapakkinu.  Og ég á líka Enduro-hjól.

Þekkir þú muninn á motocross- og enduro-hjóli?  Sum hjól mega nefninlega keyra eftir vegum.  Það þarf væntanlega ekki að minna þig á að margir "reiðvegir" (t.d. samhliða malbiki) eru gamlir þjóðvegir, sem allir skattgreiðendur hafa greitt fyrir, en hestapakkið hefur tekið eignarnámi og látið merkja sér þá.  Hver valtar yfir allt og alla ?

PS  Er svona gott útsýni úr íbúðinni þinni, að geta séð Rauðavatn, niður Elliðaárdalinn, reiðvöll Fáks, og uppí Breiðholt.  Ég hélt að Rauðavatn og reiðvöllur Fáks sæjust ekki samtímis.  Ég fer kannski að hugsa um að flytja þangað sjálfur

Pétur Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 09:34

27 identicon

Það er mjög mikilvægt að ræða um hvað má betur fara í umferð og umgengni um landið á hvaða fararskjóta sem fólk velur sér. En að stilla málinu alltaf upp þannig að einn ferðamáti sé betri eða verri en annar, mótorcross á móti hestamönnum, gangandi á móti akandi, akandi móti ríðandi osfrv. er alveg gagnslaust. Eins og upphaflega færslan bendir á eru svartir sauðir á öllum farartækjum og fararskjótum. Hinar færslurnar birta sorglega fordóma fólks í garð þeirra sem ferðast um á einhverju öðru en það sjálft þekkir og metur best. Íslendingar hafa ferðast á hrossum um landið frá landnámi og kunna það sem betur fer enn í dag. Það gildir hinsvegar um þessa umferð eins og alla aðra umferð í landinu; það þarf að haga sér í samræmi við aðstæður og virða aðra vegfarendur hvernig sem þeir kjósa að ferðast. Það gildir það sama um hestamenn, jeppafólk, sleðafólk og mótorcrossara; það að spæna upp gróið land hvort sem er á hálendinu eða grínið á golfvelli er bara ekki í lagi. Enginn þessara hópa á það skilið að fá á sig einhvern allsherjar stimpil útaf slæmri framkomu einhverra með sama áhugamál.

Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 16:29

28 Smámynd: Halldór Kvaran

Skemmtileg umræða sem ég má til að taka þátt í.

Ég á mótorhjól og ég á hund. Ég hjóla þar sem má hjóla og fer oft með hundinn inn á Hólmsheiði (held ég fari rétt með nafnið) en hún er heiðin austan Rauðavatns og norðan Rauðhóla. Á heiðinni eru bæði reiðvegir og svo göngustígar.

Ég get ekki annað en kvartað yfir því að göngustígarnir á heiðinni eru allir sundurtraðkaðir eftir hestaumferð. Þetta eru örmjóir stígar sem eru einungis ætlaðir gangandi vegfarendum og eru merktir sem slíkir. Þarna á sömu stöðum eru hestamenn með sérstaka reiðvegi en geta samt ekki haldið sig frá gönguslóðunum sem eru gjörsamlega sundurtættir eftir hestana og knapa þeirra.

Allir þurfa aðstöðu til að iðka sitt sport. Sumir fá mikla fyrirgreiðslu og aðrir litla. Menn verða þó að virða þau lög og þær reglur sem í gangi eru.

Ég lýsi því þó yfir hér og nú að mér finnst það aumasta frekja, argasta tillitsleysi og óþolandi yfirgangur að hestamenn geti ekki haldið sig frá ofanrituðum göngustígum þegar þeir eru sjálfir með fína stíga á sama svæði. Þið sem stundið þetta megið skammast ykkar.

Halldór Kvaran, 15.8.2007 kl. 09:35

29 identicon

ok......eigum að fá okkur alvöru mótorhjól og keyra á löglegum hraða í íbúðarhverfi???? þarna er toppstykkið greinilega ekki að virka. ég hef nú búið í sveit í Skagafirði og það fer fátt meira í taugarnar á mér en hestamenn. frekjan og yfirgangurinn er ótrúlegur. það á bara að skrá hesta eins og önnur farartæki, með rauðum, bláum eða hvítum númerum. hefta helvítis númeraplöturnar á þessa grasbíta. svo eiga þeir að borga vegatoll og annan skemmdarkostnað, því þetta lið veður um allt og yfir alla á skítugum skónum. svo veit ég ekki til þess að eigendur hesta hirði upp skítinn í poka eins og aðrir gæludýraeigendur. hestamenn með reiðhallir en samt erum við fyrir þeim. ef hjólafólk á að taka tillit til ykkar hestamanna þá skuluð þið gera það sama við okkur hjólafólkið.

Stebbi (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 10:33

30 identicon

 æj vá hvað villjiði að hestafólk setur plastpoka undir rassgatið á hestunum sínum svo hann skíti ekki á götu eða eitthvað ? ... það eru ekki allir hestamenn sem halda að þeir mega allt ... sumt er nú bara kurteisasta fólk

 ég hef ekkert á móti bloggaranum en  vá er svo pirruð útí þetta fólk sem er að skrifa athugsemdir það eru mjööög fáir sem fara drukknir uppá hest og fara út að ríða sko ! og guuð hvað það er mikill vanvirðing hjá sumum sveitalubbum gagnvart hestum farið bara og leggið hnakk á svínin ykkar r sum og have some fun !! og já er sammála nr. 11 sumir mótókross fólk fer bara á vellina  á fáksvæðinu og nota það sem leikvöll aldrei fer hestafólk á bolöldu og ríður þar út um allar tryssur ! vanvirðing ! 

vildi nú bara segja það  

Ágústa (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 15:27

31 identicon

reiðmennska hefur verið stunduð á íslandi nærri frá því að land byggðist og verður vonandi alltaf vélknæuin ökutæki sú tæknivæðing hefur einungis verið stunduð hér í nokkra áratugi og crossarar í ennþá skemmri tíma því verðið þið motor cross menn bara að berjast fyrir ykkar aðstöðu en ekki vera að væla þó að hestamenn hafi kanski betri aðstöðu enn sem komið er. Eftir þessi blogg hérna að ofan ber ég enn minni virðingu fyrir motor cross mönnu en ég gerði áður þó lítil hafi verið því ég hef oftar en einu sinni lent í því að vera a lítið tömdum hesti þegar að crossarar fóru fram hjá mér óskráð og ótryggð hjól og strákarnir á hjólunum réttindalausir ég bý útá landi og það eru annsi margir óskráðir crossarar hér en auðvitað eru aðrir sem eru í góðu lagi og fara eftir settum reglum og bara flott hjá þeim og þið hinir reinið a taka þá til fyrirmindar sem hafa hlutina í lagi og hættiði að tuða útaf hestamönnum og berjisti fyrir ykkar aðstöðu án þess að blanda hestamönnum inn í það.

Hlynur (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 16:24

32 Smámynd: gógó

Hmmm..... Hlynur minn, hvað varst þú að gera á lítið tömdu hesti þar sem von er á umferð? ertu þá í rauninni ekki að bjóða hættunni heim? ef um hefði verið að ræða götuskráð hjól hefðir þú þá ætlast til þess að það hefði stoppað? Svo var ég að spá, eru reiðhallirnar og vellirnir ekki ætlaði til að temja svona hross sem ekki eru orðin nógu góð til að vera í umferðinni?

Ég bara spyr þar sem ég skil ekki alveg hugsunina á bak við þetta hjá ykkur. Hvað er svo málið með að menn þurfi alltaf að berjast fyrir rétti sínum?  af hverju er ekki bara hægt að bera virðingu fyrir fólki og skilja það að allir eru ekki eins og hafa ekki sama áhugamál án þess að fólk þurfi sérstaklega að berjast fyrir því?

Og Ágústa þú hefur greinilega ekki komið í Laufskálarétt ef þú segir að mjööög fáir fari drukknir upp á hest.... hehe...

gógó, 18.8.2007 kl. 20:06

33 identicon

Gógó, ég bý útí sveit talsvert langt inní landi og ríð út frá bænum sem ég bý á. Og hef ekki tök á að komast í reiðhallir eða reiðvelli sökum þess kve langt er að sækja í slíka aðstöðu og í eitt skiptið sem ég mætti hjóli á hesti sem var lítið taminn þá, var ég bara að ríða niður afleggjarann heima og þá kom þar strákur 12 ára svo best ég veit og hjólið ekki skráð og það eru fleiri þannig tilfelli sem ég hef lent í ég veit allveg hvað ég er að gera þegar ég er á þessum hestum sem verið er að temja og myndi ekki vera á þeim við þjóðveg 1 eða í annari mikilli umferð en maður myndi ættla að maður væri nokkuð öruggur þarsem maður býr í afskektum dal þar sem eru fjórir bæir og sveitungar mínir þar bera virðingu fyrir hvor öðrum en síðan kemur fólk annarstaðar að og pælir ekki í neinu, það er ekki eins og ég sé að ríða í gegnum miðborg Reykjavíkur. 

Hlynur (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 11:28

34 identicon

Kæri Pétur Gunnarsson, eða hvað sem þú heitir. Hvaðan hefur þú að hestapakkið hafi tekið vegina eignarnámi????Hefur þú komið að hestapakkinu vera setja upp skilti um reiðvegi víðs vegar um borgina????  Málið er að þið þessir mótorhjólaaumingjar eruð eins og tvístruð hjörð sem eruð illa uppaldir og hundleiðinlegir (samanber pistlana hér að ofan) og ætlist til að fá allt upp í  hendurnar með röfli og skítkasti út í allt og alla. Ef þið hefðuð vit á því að taka ykkur saman ALLIR og og þrýsta á yfirvöld , eins og hestamenn hafa gert með góðum árangri, þá gætuð þið komið ýmsu af stað. En því miður þá eru eru  svo margir heilalausir asnar í ykkar röðum sem sjá um að eyðileggja allt fyrir ykkur því mun seint neitt gerast því engin hefur samúð með vitleysingum.

PS. Þar sem þú ert 101- íbúi og sérð bara yfir í næsta eldhus úr stofuglugganum þínum vertu þá ekki að reyna á heilaselluna þína með því spá í hvað ég sé og hvað ég sé ekki. En ef þú vilt drepa hana, já það er ýmislegt sem sést 

thi (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 22:34

35 identicon

Góður punktur Gógó.........

 Og Ágústa þú hefur greinilega ekki komið í Laufskálarétt ef þú segir að mjööög fáir fari drukknir upp á hest.... hehe...

Á sjálfur krossara og hef keyrt oft framhjá hesthúsum þar sem ég bý og hestarnir eru ekkert smeikir við hjólið eða hávaðann enda keyrir maður nú oftast í háum gír á lágum snúnig til að taka tillit til hestamanna og fyrir vikið hefur ekkert vesen verið á milli okkar, þannig að þetta er allt spurning um að vera ekki að væla um hvað hinn er að gera bara sýna virðingu hvor fyrir öðrum ! komdu fram við náungann eins og þú vilt að náunginn komi fram við þig er einhversstaðar ritað. 

Og líka rétt að hestar hafi verið lengur á klakanum en öll vélknúin ökutæki en það þýðir ekki endilega að sá sem kom fyrstur á allan rétt á öllu (hesturinn hefur nú þurft að víkja fyrir bílnum og er orðinn að sporti í dag ekki fararskjóta) allavega koma þeir alltaf í kerrum aftan í bílum á hestamót.

Jón Þ. Sig (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 08:40

36 Smámynd: súkkan

Hvað er að hjá fólki að geta ekki viðurkennt að fólk er oft svo mjög drukkið á hestum.Við þurfum ekki að fara lengra enn hér við Reykjavík og þá helst um helgar. Þetta er bara STAÐREYND og við hana skal ég standa.Og við hjólafólk eigum líka rétt á að vera til. Hvar eru vegir ruddir fyrir hesta á fjöllum ég meina einhvers staðar verða hestar að hlaupa eða labba þegar farið er í GÖNGUR. Ég er fædd og uppalin í sveit og það er yfir þyrmandi hvað hestafólk er frekt, það opnar bara hlið og GLEYMIR stundum að loka til þess að fara þægilegri leið framm á heiði. Þetta er mitt land og girðingin er mín og ég hef aldrei verið spurð hvort þeir meigi fara þarna í gegn, þetta er yfirgangur og ekkert annað

súkkan, 21.8.2007 kl. 12:18

37 identicon

Ég er nú eiginlega sammála báðum aðilum þ.e.a.s. heistamönnum og vélhjólamönnum. En ég verð samt að segja að ég bjó í Keflavík og á 2 hunda, ég fór alltaf sama hringinn með þá, í gegnum bæinn og upp í móa. Reiðvegurinn liggur fyrir ofan bæinn og svo tekur "móinn" við fyrir ofan reiðveginn. Í 90 % tilvika þegar ég var á GÖNGU í MÓANUM og mætti hestum á reiðveginum, stoppuðu hestamennirnir og steyttu hnefanum framan í mig, þó svo að hundarnir væru í taum og þó svo að ég væri á GÖNGU í MÓANUM 50 metrum frá þeim. Það þarf nú að vera eitthvað mikið að hestunum ef að þeir geta ekki séð önnur dýr eða heyrt ónáttúruleg hljóð án þess að fríka út. Ef það er hægt að venja hunda og önnur dýr við öllu mögulegu, afhverju er ekki hægt að gera það sama við hesta, það er nú oft þannig að dýrin skynja hræðslu og óöryggi í eigendunum sínum og bregðast við í samræmi við það. Svo er það líka þannig að það eru svartir sauðir allstaðar, bæði hjá hestamönnum og vélhjólafólki. Fólk á líka að þroskast aðeins og reyna að lifa í sátt og samlyndi.

Einar Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 12:07

38 identicon

Margir hérna(allavegana þeir sem mest hafa út á hesta og hestafólk að setja)falla í þá gryfju að þetta séu allt bykkjur sem eiga bara heima í tunnu, og skemma svoldið þessa annars þörfu umræðu.

Það er nú einu sinni þannig að allflest Íslensk hross eru alinn upp í sveitum, og ganga þar villt í stóði framm að tamningu, og það er að miklu leyti það sem gerir þau að því sem þau eru, kraftmiklum, þolnum og sterkum hestum sem eiga fáa sína líka í heiminum, og er það sem flestir aðdáendur Íslenska hestsins sækjast eftir.

Á móti kemur að þau eru ekki vön þessu áreiti sem skapast af umferð, og tekur þau tíma að venjast við.

Varðandi tamningu á 21. öldinni? ja það er spurning um að hluti af tamningunni sé að keyra torfæruhjól fram og aftur og í kring um hesta í tamningu ég skal ekki segja. 

Ég er sjálfur með hesta þar sem er mikil umferð flugvéla, bíla og hunda. Ég hef oft mætt bæði fjórhjólum og torfæruhjólum og þá nánast undantekningalaust á merktum reiðvegum, en verð þó að segja að flestir sem ég hef mætt hafa sýnt mikla tillitsemi og vita greinilega uppá sig skömmina.

Aftur á móti held ég að seint verði hægt að temja flóttaeðlið úr hestum þegar þeim finnst þeim ógnað og það er einmitt það sem gerist þegar þau mæta torfæruhjóli/fjórhjóli á fullu gasi, þeim finnst þeim ógnað.

Þannig að ég held að við verðum að finna einhverja aðra leið en að reyna að temja þessi viðbrögð úr hestunum.

Að lokum:  Þó að einhver hafi séð sjó og bát, og þekki jafnvel einhvern sem er á sjó þá held ég fáir myndu segja að viðkomandi hefði endilega eitthvað vit á sjómennsku, án þess þó að vera sakaður um fávisku.

 Lifið heil

Biggi (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 17:22

39 identicon

Sælt veri fólkið. Ég hef átt crossara en á ekki í dag. Ég er flutningabílstjóri og mikið ofsalega gremst mér hrokinn og frekjan í sumum hestamönnum. Af hverju þurfa hestamenn að reka stóðin sýn á þjóðvegi eitt eftir malbikinu þegar plássið er nægt milli þjóðvegar og girðingar hjá bóndanum? Ég hélt að hestar væru ekki malbiksdýr, en líklega mega hófarnir ekki snerta möl eða móa. Ég veit að það eru svartir sauðir í öllum stéttum, en finnst full mikið af þeim meðal hestamanna. Og fyrst hestamenn sem eru að benda mótorcross fólki að berjast fyrir sýnu er gaman að segja frá því að það eru hestamenn á Akureyri sem berjast á móti því að bílaklúbburinn hér fái akstursvæði þó svo að hljóðmælingar séu innan marka.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 00:12

40 identicon

Gott fólk, bæði hjólamenn sem og hestamenn. Ég ætlað að byrja mín skrif á að segj að ég ber jafna virðingu fyrir hjólamönnum sem og hestamönnum þó svo að ég hafi aldrei á hjól komið en hafi setið hest alla mína ævi.

Mig langar að nefna dæmi sem er satt og gerðist fyrir tveimur árum síðan eða svo í kringum hesthúsahverfið í Mosfellsbæ. Þar hafa verið lagðir margir og góðir reiðstígar sem kappkostað er að hafa eins lagt frá umferð sem mögulegt er. Þessir vegir eru flestir hafðir það breiðir að unnt sé að aka bifreið eftir þeim. Þetta er gert með umferð sjúkrabifreiða í huga. Margir hjólamenn sjá þessa vegi, sem og vegina inni í hesthúshverfinu sem möguleika á stystu leið út úr bænum. Eitt sinn var kona á ferð á reiðvegi sem liggur meðfram sjónum. Hún ríður út ásamt nokkrum öðrum á hesti sem hún var búin að eiga stutt. Eftir veginu kemur maður á krossara eða öðru slíku ökutæki og ekur í gegnum hópinn. Hann fælir hestana frá sér með þeim afleiðingum að konan dettur illa af baki og slasast alvarlega. Þessi maður sá hvað hann hafði gert og var ekki lengi að koma sér á brott. Hjólið hans var númerslaust svo að aldrei gat lögreglan haft uppá honum og konan sat uppi með allann kostnað af slysinu.

 Annað slys gerðist síðasta vetur á reiðstíg sem liggur áleiðis upp í Mosfellsdal. Þessi sami stígur er langt frá almennri umferð. Þarna var barn á ferð ásamt fullorðnum á hestbaki. Hjólamaður kemur á fleigiferð aftan að hópnum og fælir hestana. Það var ekki að spyrja að því að barnið dettur illa af baki svo að kalla varð til sjúkrabifreið.

 Minna mál er það að eftir mikla umferð hjóla eftir reiðveginum áleiðis upp í Dal virðist sem hann gangi allur í bylgjum (sem sagt ekki sléttur) Af hverju er það hjólamenn??? Svo þegar rignir þá safnast vatn í dældirnar og verður að drullusvaði.

Þessi skrif hér að ofan eftir marga misjafna ritara, hafa aðallega beinst að því hverji mega vera hvar og hverjir skemma landið. Í mínum huga er öryggi fólks mikilvægara en allt annað. Það er ólíklegt að ef hestamaður mætir hjólamanni á vegi þar sem almenn umferð sé, að hestamaðurinn valdi slysi. Slíkt er þó aldrei hægt að fullyrða. Mun meiri líkur eru á alvarlegum slysum sem þessum ofanrituðu þegar hjólamenn nýta sér reiðvegi til aksturs.

Ég bið ykkur kæru hjólamenn í nágrenni Mosó og víðar. Hugsið ykkar gang áður en þið akið út á reiðvegina næsta vetur. Næsta slys gæti verið banaslys; það gæti verið barn.

Á sama tíma tek ég hatt minn ofan fyrir þeim fjölmörgu kurteinsu hjólamönnum sem ég hef mætt á reiðvegum Mosó og spjallað við um samruna þessa tveggja íþrótta á sama vegi. Þið eigið samúð mína alla með aðstöðuleysi enda súrt að horfa uppá alla þessa fínu malarvegi sem tengja borg og bæ og einungis eru ætlaðir ferfættlinum. Ykkar tími kemur. Þið þurfið bara að sameinast meira.

 PS: Farið varlega og munið að næsti reiðmaður sem ykkur mætir á reiðvegi gæti verið barn sem ekki hefur sama jafnvægi og styrk eins og fullorðinn til að halda sér á baki, skyldi eitthvað út af bregða. Einnig, ef þið verðið svo óheppin að valda slysi, hafið þá þor til að stöðva og taka afleiðingunum, ekki stinga af með skottið milli lappana og hulið andlit í hjálmi. Eigiði gott hesta/hjóla haust.

 Hestastelpan í Mosó. 

Hestastelpan í Mosó (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 21:59

41 identicon

ég tek hattinn ofan fyrir síðasta ræðumanni allavega þið mótorhjólamenn sem akið á HESTAVEGUM drullisti til þess að aka á þartilbúnum brautum. Aldrei hef ég séð hestamann á braut ætluð krossurum, en hins vegar alltaf að sjá krossara á hestavegum.

Gísli allfreð/ hostage totallyfrozen (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 23:51

42 identicon

ég hef bæði reinslu af hestum og hjólum ég man á sínum tíma þegar það var eingin aðstaða fyrir hjólamenn herna ég bjó í hafnarfyrði og var með götuskráð tvígengis enduro hjól semsagt hjól með allan rétt eins og hver önnur bifreið ég ók alltaf uppí kaldársel til að fara þar á slóða sem voru notaðir talsvert að mótorhjólamönnum ég og bróðir minn gerðum það nokkrum sinnum til gamans að sjá hvort að við gætum keyrt nógu hljóðlega frammhjá hesthúsunum án þess að kallað yrði á lögreglu það virtist ekki skipta neinu máli að við keyrðum frammhjá húsunum í háum gír á lágum snuning alltaf kom löggan  eftir nokkurn tíma hætti löggan að koma vegna þess að við vorum fullkomnlega löglegir. hestaumferð á vegum er ólögleg þessir vegir eru gerðir fyrir umferð ökutækja hestamenn sem ferðast með hesta sína á þessum vegum eru að leggja líf sitt að veði þeir hafa ekki hugmynd um hvað getur komið eftir veginum kanski bíll eða hjól.

ég stoppa alltaf fyrir hestamönnum og drep á en ég læt þá líka alltaf heira mína skoðun á málinu enda fer ég ekki hestastíga og þau mörgu skipti sem ég hef m´tt hestum þá hefur það verið á vegum ætluðum ökutækjum

Gunnar A Birgisson (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 03:48

43 Smámynd: Kjartan Steinar Jónsson

Kæri Gógó.

Erum það við sem rífum kjaft og viljum fá allt upp í hendurnar :'D þetta er þaðfáranalegasta komment sem ég hef lesið hingað til ! Hingað til eru þið hestamennirnir aaaallliiiirrrr í fréttum að væla yfir því að hafa ekki neina andskotans aðstöðu:S er ekki í lagi með hausinn í þér ertu uppalinn af öpum. Við hjóla menn þurfum að tala fyrir okkur nákvæmlega eins og þið hestamenn, Hjóla menn hafa bara ekki þá aðstöðu sem þeir þurfa á íslandi ;) Hugsaðu út í þettakallinn minn eða kona ,, (frekar kvennlegt nafn) og já hafðu það í huga að þið hestamenn haldið að þið megið ríða út um allt... það er bara ekki þannig kallinn minn ;) Go and cry me a river and build a building and get over it þið hestamenn(langflestir)eruð sívælandi yfir aðstöðuleysi !

Kjartan Steinar Jónsson, 27.8.2007 kl. 12:05

44 identicon

Góð grein mér lagar að benda reiðum hesta mönnum á að til dæmis í heiðmörk er á er hesta umferð bönnuð en samt var ég nú á ferð þar eitt skipti á mínu skráða enduru hjóli á veiginum að koma frá hafnarfirði en þegar þegar ég kem að blind beygju við rauðhóla þá eru hesta menn þar sem þeir máttu alveg en 2 hestar voru búnir að fælast sem ég vissi ekki fyrir en að ég kom í beygjuna og þá drápum við á hjólunum til að fæla þá ekki frekar en hesta menninir brugðust illa við okkur og byjuðu að oskra og æpa á okkur ætluðu að láta okkur fynna fyrir því og riðu á harða spretti að okkur og sögðu að við mætum ekki vera þarna en við á skráðum torfæru hjólum máttum vera þarna eins og hver annar bíll en við vildum þó sína tilitsemi og stopa en þeir voru bjálaðir svo að við sáum okkur ekki fært að stoppa leingur og snérum við en þegar við komum til baka þá beið löggan eftir okkur húm sá að við vorum á skráðum hjólum og sagði að við værum æi meyri rétti að vera þarna en þeir en þetta sýnir en og aftur að hesta menn hljóta að eyga Ísland skuld laust farið að hugsa ykkar gang hesta menn TAKK FYRIR   

snorri (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 20:36

45 Smámynd: gógó

Ég held þú sért nú aðeins að ruglast á nöfnum Kjartan minn. Ég stend með hjólamönnum

Kveðja Gógó

gógó, 29.8.2007 kl. 11:31

46 Smámynd: Kjartan Steinar Jónsson

sæl Ágústa, Núna ert þú sko ekki að fara rétt með hlutina,, ég veit nú bara um fáa hestamenn sem fara ekki dauðadrukknir á grasbítana, ekki allir en mikið af þeim fara Blind blekkaðir á bak og halda að það sé bara allt í góðu, því þeir geti ekki drepið neinn á þessu,,? geta þeir ekki drepið aðra á hestum eins og hvert annað faratæki, jú það held ég ;)

Kjartan Steinar Jónsson, 29.8.2007 kl. 19:17

47 Smámynd: Kjartan Steinar Jónsson

afsakið gógó,, Vitlaust nafn :$

Kjartan Steinar Jónsson, 29.8.2007 kl. 19:30

48 identicon

Ég geri mér grein fyrir því að þetta er eld gömul umræða , en rakst á þetta ,

en í Vík í Mýrdal eru hesthúsin á óhentugum stað og til þess að komast vestur í mýrdalinn úr vík , þarf að fara í gegnum Vík.

okkur finst þetta jafn óþæginlegt og íbúum í Vík.

Ég er mikið fyrir að ríða út á sumrin og fara í hestaferðir um mýrdalinn, þetta er nú einn af fallegustu stöðunum á landinu finst mér, en þá höfum við enga aðra kosta völ en að fara með fram þjóðveginum sem okkur finst mjög óþæginlegt ! Svo verður það ennþá meira óþæginlegt þegar ökumenn (ekki bara krossarar heldur bílar og öll ökutæki sem gefa frá sér mikið hljóð) hægja ekki á sér þegar þeir fara fram hjá okkur. ef ég vitna í einn af fyrrum kommentara þá eru hestar lifandi verur og eru mishræddir við ólíka hluti , ( Kjartann þú ættir nú að þekkja ehv að þessu hræðslu tali á miðað við hvað þú ert hræddur við kóngulær ) en flestir hestar eru mjög hræddir við há hljóð og mikil læti.

ég hef nú oft lent í því að vera á full tömdum hesti sem ég hef átt í mörg mörg ár að þegar bíll fer fram hjá okkur í reiðtúr verður hesturinn mjög hræddur og á til að "panikka" þannig að oftast verð ég eftir liggjandi á jörðinni á meðan hesturinn hleypur í burtu svo hræddur að hann getur ekki stoppað.

Svo var það umræðan um að hestarnir yrðu aldrei hræddari en reiðmaðurinn. Þarna ferðu alveg með mál vitlaust í þínar hendur ! Hestar eru mjög viðkvæm dýr og hafa tilfinningar og verða hræddir við marga hluti eins og ættir kanski að þekkja Kjartan ! en sumir hestar eru kanski ekki hræddir við lætin í hjólunum ykkar en flestir hestar eru það , og mér finst eins og þeir sem bruna fram hjá hestamönnum , ættu þeir að hugsa sig um að þetta eru lifandi dýr og þeir eru með heilt mannslíf á baki á sér !

Við vitum kanski öll að hestar geta verið mjög hættulegir og hart fall af hesti getur skaðað mænu eða valdið dauða ! og ef þeir vilja geta hugsað sér að vera ábyrgjir fyrir að valda slíku slysi er það upp á þeirra samvisku komið.

Ég er nú ennþá í grunnskóla og hef lent í mjög mörgum svona atvikum og lent í mörgum slysum af því að detta af baki , ekki öll út af hraða akstri ökutækja en þau eru þarna líka !!

Ég er nú líka soldið í hjólunum líka og keyri oft fjórhjól til að komast út í hesthús en þegar ég nálgast stóðið eða nálægt reiðmanni á hestbaki hægji ég á og ber virðingu fyrir því að þarna er lifandi vera með manneskju á baki og ALLT getur gerst !

Maður veit aldrei hverskonar hætta stafar að svo ég held að þið ættuð að hugsa ykkur um þegar þið farið að sofa að þarna er miklu meira í húfi en járnsruddur og eitt líf , þarna eru tvö líf í húfi og við klæðumst ekki jafn miklum hlífðar búnaði eins og þið !

ég hef líka oft verið vitni að hraða akstri fram úr BÖRNUM á hestbaki ! þá er ég að tala um 6-15 ára börnum, og eins og Vilborg segir , sama hvað þau eru góðir kanpar getur allt gerst og hvað gerist fer oftast eftir hræðslu hestsins !

ÉG BIÐ YKKUR ! að hægja niður ! þegar þið keyrið fram úr okkur í umferðinni !

Hestastelpa úr Mýrdal (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband